Sigríður Vilborg Ólafsdóttir fæddist í Keflavík 29. desember 1937. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 23. ágúst 2024 í faðmi fjölskyldunnar.

Hún var dóttir hjónanna Ólafs Ingvarssonar, f. 1901, d. 1988, og Kristínar Guðmundsdóttur, f. 1913, d. 2004. Hún var næstelst fjögurra systkina, hin eru Haraldur Hafsteinn, f. 1936, d. 2019, Ólafur Róbert, f. 1944, og Guðríður, f. 1950.

Sigríður Vilborg giftist árið 1963 Eyjólfi Lárussyni, f. 1937, d. 2010, en þau slitu samvistum 1990.

Sigríður Vilborg, eða Silla eins og hún var alltaf kölluð, eignaðist fjögur börn, þau eru: 1) Unnar Magnússon, f. 11. febrúar 1957, d. 11. september 2001. Dóttir hans er Herdís Ósk, f. 1981, maki hennar er Örvar Þór Kristjánsson, f. 1977. Barn Herdísar Óskar frá fyrra sambandi er a) Jón Unnar, f. 2008. Börn Herdísar Óskar

...