Hundruð þúsunda þurftu að yfirgefa heimili sín í Kína þegar fellibylurinn Bebinca gekk þar á land snemma í gærmorgun. Er þetta mesta óveður sem skollið hefur á borgina Sjanghæ í 75 ár. Fréttaveita AFP greinir frá því að 400 þúsund manns hafi…
— AFP/Hector Retamal

Hundruð þúsunda þurftu að yfirgefa heimili sín í Kína þegar fellibylurinn Bebinca gekk þar á land snemma í gærmorgun. Er þetta mesta óveður sem skollið hefur á borgina Sjanghæ í 75 ár.

Fréttaveita AFP greinir frá því að 400 þúsund manns hafi yfirgefið heimili sín í Sjanghæ og níu þúsund til viðbótar á nærliggjandi eyju. Þær milljónir íbúa sem ekki lögðu á flótta voru hvattar til að halda kyrru fyrir innandyra.

Flug- og lestarumferð fór úr skorðum og þurftu alþjóðaflugvellir borgarinnar að fella niður hundruð flugferða. Einnig þurfti að loka fyrir alla bílaumferð á hraðbrautum til og frá Sjanghæ.

Ekki er algengt að öflugir fellibyljir gangi á land við stórborgina. Mun algengara mun vera að þeir nái kínversku landi talsvert sunnar.