Fjölskyldan Útskrift Heiðdísar sem meistari í vinnustaðasálfræði 2023. Fjóla, Þorsteinn, Heiðdís Vala og Hafþór Óli.
Fjölskyldan Útskrift Heiðdísar sem meistari í vinnustaðasálfræði 2023. Fjóla, Þorsteinn, Heiðdís Vala og Hafþór Óli.

Þorsteinn Sigurðsson fæddist í Neskaupstað 17. september 1964. Hann ólst að mestu upp í Neskaupstað og gekk þar í grunnskóla. „Neskaupstaður var og er enn frábær staður fyrir krakka að alast upp á. Foreldrar mínir skildu þegar ég var mjög ungur en ég var svo heppinn að mamma kynntist Kristjáni Maríassyni frá Ísafirði sem gekk mér í föðurstað. Við bjuggum á Ísafirði í þrjú ár áður en við fluttum aftur austur til Neskaupstaðar 1970.“

Áhugamálin á barns- og unglingsárunum voru af ýmsum toga og eflaust um margt óvenjuleg. „Ég var ekki mikið í íþróttum enda lá það ekki fyrir mér að sparka bolta. Ég hef eflaust verið gömul sál frá unga aldri því eitt af mínum áhugamálum á uppvaxtarárunum var búskapur. Á þessum árum var nokkuð algengt að í bænum væru menn með rollubúskap og naut ég þess að fá að vera í þeirra félagsskap. Ég var einn af sérlegum aðstoðarmönnum hjá einum þessara smábænda

...