Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld við Krýsuvíkurveg hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í gær. Kolfinna var 10 ára og bjó í Grafarvogi.

Faðir stúlkunnar, Sigurður Fannar Þórsson, er í haldi lögreglu grunaður um að hafa banað dóttur sinni, en hann var handtekinn á sunnudagskvöld eftir að hafa sjálfur kallað lögreglu til. Stúlkan fannst látin á vettvangi.

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju sagði í samtali við mbl.is í gær að hópur frá kirkjunni, Rauða krossinum og Austurmiðstöð hefði rætt við skólasystkini hennar og veitt þeim áfallahjálp.

Sýni sent til rannsóknar

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, sagði í gær að lögreglan væri nú

...