Virtur Bong Joon-ho hlaut þrenn Óskarsverðlaun árið 2020.
Virtur Bong Joon-ho hlaut þrenn Óskarsverðlaun árið 2020. — Wikipedia/Dick Thomas Johnson

Suðurkóreski kvikmyndaleikstjórinn, kvikmyndaframleiðandinn, handritshöfundurinn og Óskarsverðlaunahafinn Bong Joon-ho verður heiðursgestur RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem hefst 26. september og lýkur 6. október. Bong mun ávarpa gesti í gegnum fjarfundarbúnað að lokinni sýningu einnar mynda sinna, The Host eða Hýsilsins, og svara spurningum gesta.

Í tilkynningu frá RIFF segir að Bong hafi farið með himinskautum í kvikmyndagerð sinni um árabil, enda sé hann þegar handhafi þrennra Óskarsverðlauna fyrir verk sín sem þyki einkennast af innbyrðis átökum stétta og kynja, svörtum galsa og sviptingum í framvindu myndanna. „Hann vakti þegar í stað athygli fyrir kaldranalega kerskni sína í frumrauninni, Barking Dogs Never Bite frá árinu 2000, og var hlaðinn

...