„Við leggjum áherslu á að fólk hugsi um að búa til framtíðina sína núna. Það er gert með einföldum litlum atriðum. Við viljum gera eitthvað gott í dag,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar
Fararstjóri Grímur Atlason stýrir Geðlestinni á ferð um landið.
Fararstjóri Grímur Atlason stýrir Geðlestinni á ferð um landið. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Við leggjum áherslu á að fólk hugsi um að búa til framtíðina sína núna. Það er gert með einföldum litlum atriðum. Við viljum gera eitthvað gott í dag,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

Í næstu viku hefst ferðalag landssamtakanna Geðhjálpar um landið þar sem fólki verður boðið upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Yfirskriftin er Geðlestin og tilefnið er Gulur

...