Viðvarandi háir vextir og verðbólga hafa komið illa við rekstur sveitarfélaga landsins undangengin ár. Hefur rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna verið neikvæð allt frá árinu 2020. Til marks um það er að fjármagnsgjöld sveitarfélaga landsins hafa…

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Viðvarandi háir vextir og verðbólga hafa komið illa við rekstur sveitarfélaga landsins undangengin ár. Hefur rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna verið neikvæð allt frá árinu 2020. Til marks um það er að fjármagnsgjöld sveitarfélaga landsins hafa verið á milli 21 og 23 milljarðar króna á ári undangengin tvö ár sem endurspeglar erfitt rekstrarumhverfi.

Þetta kemur fram í nýlegri samantekt þróunarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga á fjárhagslegri stöðu sveitarfélaga landsins, sem kynnt var með minnisblaði á stjórnarfundi sambandsins á dögunum.

Byggt er á ársreikningum sveitarfélaga fyrir seinasta ár í greiningunni, þar sem fram kemur að rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarfélaga var neikvæð um milljarð kr. í fyrra eftir

...