State of the Art er ný tónlistarhátíð sem fer fram dagana 8. til 13. október. Tónlistarhátíðin er óvenjuleg fyrir þær sakir að hún hefur það að markmiði sínu að fá ólíka listamenn til þess að vinna saman þannig að reikna megi með óvæntri útkomu
Vinir Magnús Jóhann Ragnarsson, Bergur Þórisson, Sverrir Páll Sverrisson og Bjarni Frímann Bjarnason.
Vinir Magnús Jóhann Ragnarsson, Bergur Þórisson, Sverrir Páll Sverrisson og Bjarni Frímann Bjarnason. — Ljósmyndir/Kjartan Hreinsson

Viðtal

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

State of the Art er ný tónlistarhátíð sem fer fram dagana 8. til 13. október. Tónlistarhátíðin er óvenjuleg fyrir þær sakir að hún hefur það að markmiði sínu að fá ólíka listamenn til þess að vinna saman þannig að reikna megi með óvæntri útkomu. Þá verður boðið upp á óhefðbundna tónleikastaði á borð við bílaverkstæði.

Skemmtilegur bræðingur

Stofnendur hátíðarinnar eru Bjarni Frímann Bjarnason, Bergur Þórisson og Magnús Jóhann Ragnarsson auk Sverris Páls Sverrissonar. „Við stofnuðum þessa hátíð því okkur fannst vanta vettvang fyrir eitthvað öðruvísi. Öll dagskrárgerðin er sérsniðin og við erum að bjóða upp á eitthvað sem þú finnur hvergi annars staðar. Nefna má sem

...