Ítalski knattspyrnumaðurinn Salvatore Schillaci er látinn, 59 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Schillaci sló í gegn á heimsmeistaramótinu 1990 þegar hann varð markakóngur HM með sex mörk og var kjörinn besti leikmaðurinn, á undan Lothar…
1990 Salvatore Schillaci fagnar einu marka sinna á mótinu á Ítalíu.
1990 Salvatore Schillaci fagnar einu marka sinna á mótinu á Ítalíu. — AFP/Daniel Garcia

Ítalski knattspyrnumaðurinn Salvatore Schillaci er látinn, 59 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Schillaci sló í gegn á heimsmeistaramótinu 1990 þegar hann varð markakóngur HM með sex mörk og var kjörinn besti leikmaðurinn, á undan Lothar Matthäus og Diego Maradona sem urðu í öðru og þriðja sæti. Schillaci lék þó aðeins 16 landsleiki fyrir Ítalíu en hann skoraði 98 deildamörk í 339 leikjum með Messina, Juventus og Inter.