Benedikt Sveinsson, lögmaður og athafnamaður í Garðabæ, lést á þriðjudagskvöld, 86 ára gamall.

Benedikt fæddist í Reykjavík 31. júlí 1938 og ólst upp í húsi sem stóð á Laugavegi 18 til tíu ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan í Hlíðarnar. Benedikt bjó í Garðabæ frá 1966. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1964, nam viðskiptafræði við Minnesotaháskóla 1964-65 og hæstaréttarlögmaður frá 1969.

Benedikt stundaði lögmennsku ásamt skipasölu um árabil, naut mikils trausts í viðskiptalífi og einn helsti forystumaður í íslensku athafnalífi um áratugaskeið. Hann sat í stjórn ótal fyrirtækja, iðulega sem stjórnarformaður, og má nefna Sjóvá, síðar Sjóvá-Almennar, Eimskip, Burðarás, Flugleiðir, Marel, SR mjöl, Granda og Nesskip.

Hann var nátengdur örri uppbyggingu

...