Keldnaland Innlegg frá arkitektum í hugmyndavinnu sem unnið er að.
Keldnaland Innlegg frá arkitektum í hugmyndavinnu sem unnið er að. — Tölvumynd/FOJAB

Skipulagsvinna vegna nýrrar byggðar á Keldnalandi er í fullum gangi. Alþjóðleg samkeppni um þróun svæðisins fór fram í fyrra. Sýning á vinningstillögunni verður opnuð laugardaginn 21. september klukkan 11 í bókasafninu í Spönginni í Grafarvogi.

Sama dag verður opið hús í Tilraunastöðinni að Keldum klukkan 13 og loks boðið til gönguferðar um Keldur með leiðsögn klukkan 14.

Uppbygging hefur lengi verið fyrirhuguð á svæðinu. Frekara skipulag og hönnun verður unnin á grundvelli vinningstillögu FOJAB arkitekta í Svíþjóð. FOJAB og samstarfsaðilar eru ráðgjafar Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um valda þætti er lúta að undirbúningi skipulagningar og hönnunar Keldnalands. Tillagan verður rýnd og farið í nánari útfærslur á einstaka atriðum í skipulagsferlinu og verður lögð áhersla á að tryggja gott samráð við frekari mótun skipulags á

...