Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að Úkraínumenn hefðu lagt lokahönd á áætlun sína um að tryggja sigur í stríðinu við Rússa, og sagði Selenskí að hann myndi ræða áætlunina við Joe Biden Bandaríkjaforseta síðar í mánuðinum
Drónaárás Mikill reykur sést hér liðast upp frá skotfærageymslu Rússa í Tver-héraði eftir drónaárás Úkraínumanna á geymsluna í gærmorgun.
Drónaárás Mikill reykur sést hér liðast upp frá skotfærageymslu Rússa í Tver-héraði eftir drónaárás Úkraínumanna á geymsluna í gærmorgun. — AFP/Maxar Technologies

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að Úkraínumenn hefðu lagt lokahönd á áætlun sína um að tryggja sigur í stríðinu við Rússa, og sagði Selenskí að hann myndi ræða áætlunina við Joe Biden Bandaríkjaforseta síðar í mánuðinum.

Selenskí sagði einnig að ekki væri í boði annað en að tryggja varanlegan frið, þar sem „frysting“ átakanna eða önnur brögð sem leyfðu Rússum að halda ólöglegum landvinningum sínum myndu einungis færa ófriðinn á annað stig. „Við þurfum traust og varanlegt öryggi fyrir Úkraínu, sem aftur myndi tryggja öryggi gervallrar Evrópu.“

Fyrr um morguninn greindu Úkraínumenn frá því að árásardrónar þeirra hefðu náð að hitta umfangsmikla skotfærageymslu rússneska hersins í Toropets í

...