Franski píanóleikarinn Lise de la Salle leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld á tónleikum sem hefjast klukkan 19:30 í Eldborg. Segir í tilkynningu að hún sé einn eftirtektarverðasti píanóleikari samtímans og hafi slegið í gegn þegar hún…

Franski píanóleikarinn Lise de la Salle leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld á tónleikum sem hefjast klukkan 19:30 í Eldborg. Segir í tilkynningu að hún sé einn eftirtektarverðasti píanóleikari samtímans og hafi slegið í gegn þegar hún þreytti frumraun sína með sveitinni árið 2010, þá rétt liðlega tvítug. Á efnisskrá kvöldsins er píanókonsert nr. 1 eftir Liszt, ásamt sjöundu sinfóníu Dvořáks, en hljómsveitarstjóri er Antonio Méndez sem kemur nú til Íslands í þriðja sinn.