Súpum nú seyðið af margra ára kyrrstöðu

Raforkuspá frá Landsneti var kynnt í fyrradag og kemur þar fram að á næstu árum megi búast við viðvarandi orkuskorti.

Það er undarlegt til þess að hugsa að mitt í yfirlýsingum og fyrirheitum stjórnvalda um orkuskipti skuli fyrirtæki í orkufrekum iðnaði og rekstri þurfa að búa sig undir að halda starfseminni gangandi að hluta með jarðefnaeldsneyti.

Af því er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að í landi þar sem nóg er af sjálfbærri orku hafi menn sofnað á verðinum. Í stað þess að stíga skref fram á við er stigið skref aftur.

Framleiðsla á eigin orku er ekki aðeins spurning um að geta skreytt sig í umræðu um umhverfismál. Hún snýst einnig um öryggi og hefur efnahagslega þýðingu. Það er mikill kostur að vera eins lítið háður duttlungum olíumarkaða og hægt

...