1954 „Einkennileg reynsla að standa allt í einu augliti til auglitis við þennan þekkta og hámenntaða miðaldamann“ Kristján Eldjárn
Rannsóknir Steinkistan var rannsökuð og mæld áður en lokinu var lyft.
Rannsóknir Steinkistan var rannsökuð og mæld áður en lokinu var lyft. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Sviðsljós

Guðm. Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Einn merkasti fornleifafundur hér á landi er þegar steinkista Páls Jónssonar biskups fannst við fornleifarannsóknir í Skálholti 21. ágúst 1954 sem voru undir stjórn Kristjáns Eldjárns, þjóðminjavarðar og síðar forseta Íslands.

Á forsíðu Morgunblaðsins 25. ágúst segir, að Páll hafi látist árið 1211 en hann hafi verið einn auðugasti og voldugasti biskup er í Skálholti sat. „Það sem gerir þennan fornleifafund sérlega merkilegan er að steinkista hefur aldrei áður fundist hér á landi. Þá var Páll Jónsson einn af Oddaverjum, sonur sjálfs Jóns Loftssonar og Ragnheiðar systur Þorláks biskups helga. Hér er því um að ræða einu leifarnar sem frá hinum fornu Oddaverjum eru komnar, og var það að líkindum, að enginn smámennskubragur væri

...