Íshokkí Fjögur lið verða á Íslandsmóti karla í vetur í stað þriggja.
Íshokkí Fjögur lið verða á Íslandsmóti karla í vetur í stað þriggja. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Skautafélag Hafnarfjarðar tekur þátt í Íslandsmóti karla í íshokkíi í vetur og hefur liðinu verið bætt inn í mótið sem er þegar hafið. Félagið fékk inngöngu í Íþróttabandalag Hafnarfjarðar á síðasta fundi þess og var þar með komið með keppnisrétt. SFH leikur fyrsta leik sinn gegn Fjölni 4. október en liðið mun spila alla leiki á útivöllum þar sem engin skautahöll er í Hafnarfirði. Fjögur lið eru þá í mótinu í vetur, Fjölnir, SR, SA og SFH.