„Þegar ég fór að slá túnin var enginn til að segja mér til. Jón Davíðsson, bóndi á Langavatni, hjálpaði mér með greiðuna en ég var of kraftlítill til þess að leggja hana og einhver stirðleiki var á henni
Sveitamaður Stefán Óskarsson vitjaði nýverið um Farmall Cup-dráttarvélina á Langavatni, þar sem hann var í sveit. Stefán reisti skýlið yfir vélina.
Sveitamaður Stefán Óskarsson vitjaði nýverið um Farmall Cup-dráttarvélina á Langavatni, þar sem hann var í sveit. Stefán reisti skýlið yfir vélina. — Morgunblaðið/Atli Vigfússon

Atli Vigfússon

Laxamýri

„Þegar ég fór að slá túnin var enginn til að segja mér til. Jón Davíðsson, bóndi á Langavatni, hjálpaði mér með greiðuna en ég var of kraftlítill til þess að leggja hana og einhver stirðleiki var á henni. Þetta gekk mjög vel og sló ég öll túnin með vélinni fyrir utan hólana og engið. Þessi tún voru ekki mjög slétt en ég lét mig hafa það. Í framhaldi af þessu græjaði ég bæði heyvagn, múgavél og rakstrarvél við Farmall Cub sem voru tæki sem tengd höfðu verið við hesta.“

...