Framkvæmdir við landfyllingu í Skerjafirði munu hafa talsverða röskun í för með sér. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur gefið grænt ljós á útgáfu framkvæmdaleyfis vegna breikkunar núverandi landfyllingar í Skerjafirði/Fossvogi, samkvæmt uppdrætti Borgarlínunnar
Reykjavíkurflugvöllur Breikkuð landfylling kemur sunnan við enda norður/suður-brautarinnar, sem sést neðst á myndinni. Talsverð röskun verður á framkvæmdatíma sem áætlaður er u.þ.b. eitt ár.
Reykjavíkurflugvöllur Breikkuð landfylling kemur sunnan við enda norður/suður-brautarinnar, sem sést neðst á myndinni. Talsverð röskun verður á framkvæmdatíma sem áætlaður er u.þ.b. eitt ár. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Framkvæmdir við landfyllingu í Skerjafirði munu hafa talsverða röskun í för með sér.

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur gefið grænt ljós á útgáfu framkvæmdaleyfis vegna breikkunar núverandi landfyllingar í Skerjafirði/Fossvogi, samkvæmt uppdrætti Borgarlínunnar. Eignasjóður Reykjavíkurborgar sendi inn umsóknina.

Gerð landfyllingarinnar tengist smíði Fossvogsbrúarinnar Öldu, sem ætluð er vögnum Borgarlínunnar sem og hjólandi og gangandi fólki.

Vegna nálægðar framkvæmdasvæðisins við brautarenda norður/suður-brautar Reykjavíkurflugvallar þarf að sýna sérstaka aðgæslu.

...