Gestur Pétursson
Gestur Pétursson

Skipað var í embætti forstjóra þriggja nýrra stofnana sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í gær, en um er að ræða Náttúrufræðistofnun, Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Eydís Líndal Finnbogadóttir var skipuð í embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar, Gestur Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar og Sigrún Ágústsdóttir í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar.

Eydís hefur verið settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar frá því stofnunin tók til starfa 1. júlí sl., en stofnunin varð til við sameiningu Landmælinga Íslands, Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Gestur hefur verið forstjóri PCC Bakki Silicon frá árinu 2022, en áður var

...