Bókin er hin veglegasta og er afrakstur þeirra hjóna eftir rekstur veitingastaðarins The Coocoo's Nest í áratug út á Granda. En þau áttu og ráku veitingastaðinn The Coocoo’s Nest í liðlega tíu ár
Fjölskyldan Íris Ann og Lucas Keller héldu útgáfupartí á dögunum ásamt sonum sínum, Indigo Mími Keller og Óðni Sky Keller, þar sem útgáfu bókarinnar var fagnað. Synirnir hafa fylgt foreldrum sínum gegnum veitingareksturinn frá upphafi og fengið að taka þátt í honum með þeim.
Fjölskyldan Íris Ann og Lucas Keller héldu útgáfupartí á dögunum ásamt sonum sínum, Indigo Mími Keller og Óðni Sky Keller, þar sem útgáfu bókarinnar var fagnað. Synirnir hafa fylgt foreldrum sínum gegnum veitingareksturinn frá upphafi og fengið að taka þátt í honum með þeim. — Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir

Sjöfn Þórðardóttir

sjofn@mbl.is

Bókin er hin veglegasta og er afrakstur þeirra hjóna eftir rekstur veitingastaðarins The Coocoo's Nest í áratug út á Granda. En þau áttu og ráku veitingastaðinn The Coocoo’s Nest í liðlega tíu ár.

Myndirnar eru augnakonfekt að njóta en Íris Ann tók allar myndirnar og uppskriftirnar hver annarri spennandi enda sviptir Lucas hulunni af uppskriftunum af vinsælustu réttum staðarins. Bæði eru þau listamenn og þegar kemur að matargerðinni og bókaútgáfunni má sjá listræna hæfileika þeirra skína í gegn.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að gefa út þessa veglegu og fallegu matreiðslubók?

„Það var erfið ákvörðun að loka The Coocoo's Nest, við vorum mjög tilfinningabundin

...