Borgarstjórn samþykkti sáttmálann en mótatkvæði geta skipt máli

Samgöngusáttmálinn svokallaði var samþykktur í borgarstjórn Reykjavíkur í fyrradag með fimmtán atkvæðum gegn sjö, en einn sat hjá. Meiri var sáttin ekki, en meirihlutaflokkarnir fjórir, Samfylking, Framsókn, Viðreisn og Píratar, samþykktu ásamt fulltrúa VG og einum varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem sat fundinn. Mótatkvæði greiddu fjórir sjálfstæðismenn, auk borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins.

Ekki kemur á óvart að samgöngusáttmálinn sé samþykktur, enda lá fyrir að meirihlutaflokkarnir styðja hann. Það sem ef til vill kemur þó nokkuð á óvart er hve mikil andstaða reyndist við sáttmálann, en sú mynd hafði þó verið að dragast upp að undanförnu eftir því sem fólk hafði fengið tækifæri til að kynna sér málið.

Með lengri kynningu og betri hefði ef til vill fjölgað í þeim hópi, en við undirbúning málsins gættu

...