Afrakstur kertasölu og framlag verslanakeðja til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem jarðsett var föstudaginn 13. september sl., nemur 6.862.725 krónum. Fram kemur í tilkynningu að Anna Björt Sigurðardóttir hafði frumkvæði að framtakinu og …
Sjóður Alls söfnuðust tæpar 6,9 milljónir í minningarsjóð um Bryndísi Klöru Birgisdóttur en útför hennar fór fram í Hallgrímskirkju sl. föstudag.
Sjóður Alls söfnuðust tæpar 6,9 milljónir í minningarsjóð um Bryndísi Klöru Birgisdóttur en útför hennar fór fram í Hallgrímskirkju sl. föstudag. — Morgunblaðið/Karítas

Afrakstur kertasölu og framlag verslanakeðja til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem jarðsett var föstudaginn 13. september sl., nemur 6.862.725 krónum.

Fram kemur í tilkynningu að Anna Björt Sigurðardóttir hafði frumkvæði að framtakinu og fékk Krónuna, Bónus, Nettó og Hagkaup til liðs við sig með skömmum fyrirvara. Hvatti hún landsmenn til að kveikja á kerti við heimili sín eftir sólsetur á föstudaginn og stilltu verslanirnar upp kertum í búðum um allt land til stuðnings ákalli Önnu.

Minningarsjóðurinn mun styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Upphæðin verður lögð inn á reikning sjóðsins sem er í umsjón KPMG. Anna Björt telur þetta góða framlag nýtast vel til að hrinda fyrstu verkefnum minningarsjóðsins af stað.

Samkennd og kærleikur

„Ég er svo innilega þakklát öllum sem tóku þátt í að styrkja

...