Vegagerðin er í samtali við Hafnarfjarðarbæ um mögulegar útfærslur á Reykjanesbraut þar sem hún liggur í gegnum bæinn og hvort þær skili bættu umferðarflæði. Þetta segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi stofnunarinnar
Hafnarfjörður Hringtorgið Reykjanesbraut/Lækjargata. Á háannatímum eru langar raðir ökutækja við torgið.
Hafnarfjörður Hringtorgið Reykjanesbraut/Lækjargata. Á háannatímum eru langar raðir ökutækja við torgið. — Morgunblaðið/sisi

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Vegagerðin er í samtali við Hafnarfjarðarbæ um mögulegar útfærslur á Reykjanesbraut þar sem hún liggur í gegnum bæinn og hvort þær skili bættu umferðarflæði. Þetta segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi stofnunarinnar.

Um er að ræða minniháttar breytingar á þessu stigi. Umfangsmiklar endurbætur eru ekki á dagskrá á allra næstu árum. Í því sambandi hefur helst verið verið rætt um tvær lausnir, þ.e. að grafa jarðgöng undir Setbergslandið og setja mislæg gatnamót við Kaplakrika. Þá hefur verið rætt um að setja Reykjanesbraut í stokk.

Gríðarleg umferð alla daga

Gríðarleg umferð er á þessum kafla vegarins alla daga ársins, enda fer öll umferð til og frá Keflavíkurflugvelli þar um. Daglega aka meira 50

...