„Afmælinu verður fagnað með því að við leggjum sérstaklega mikla natni og alúð í allt sem við gerum,“ segir Axel Ingi Árnason, nýr forstöðumaður í Salnum í Kópavogi, en þar er haldið upp á 25 ára starfsafmæli í ár
Nýr forstöðumaður „Mér þykir svo vænt um þennan sal af persónulegum ástæðum og kem inn í þetta starf á þeim forsendum,“ segir Axel.
Nýr forstöðumaður „Mér þykir svo vænt um þennan sal af persónulegum ástæðum og kem inn í þetta starf á þeim forsendum,“ segir Axel. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Viðtal

Ragnheiður Birgisdóttir

ragnheidurb@mbl.is

„Afmælinu verður fagnað með því að við leggjum sérstaklega mikla natni og alúð í allt sem við gerum,“ segir Axel Ingi Árnason, nýr forstöðumaður í Salnum í Kópavogi, en þar er haldið upp á 25 ára starfsafmæli í ár.

Axel er menntaður píanóleikari og tónskáld og hefur sinnt ýmsum verkefnum á því sviði. Hann er með BA- og M.Mus-próf í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og lauk einnig meistaraprófi í menningarstjórnum frá Háskólanum á Bifröst. Áður en hann tók við stöðu forstöðumanns gegndi hann stöðu verkefnastjóra viðburða og rekstrar í Salnum.

Spurður hvort hann hafi borið taugar til Salarins áður en hann hóf þar störf segir nýi

...