Svartur á leik.
Svartur á leik.

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 f5 5. d4 exd4 6. e5 b5 7. Bb3 Bb7 8. 0-0 Ra5 9. Bxg8 Hxg8 10. Rxd4 De7 11. Rxf5 De6 12. Rd4 Dg6 13. f3 0-0-0 14. a4 b4 15. c3 Bc5 16. Kh1 Hge8 17. Rd2 Hxe5 18. R2b3 Rxb3 19. Rxb3 Hd5 20. Bd2 Bd6 21. Dc1 Hf8 22. De1 Hh5 23. h3

Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Porto í Portúgal. Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2.500) hafði svart gegn indverska alþjóðlega meistaranum G.B. Harshavardhan (2.425). 23. … Hxh3+! 24. gxh3 Hxf3! og hvítur gafst upp. Fyrir lokaumferð þessa móts í Portúgal var Vignir efstur ásamt öðrum stórmeistara með 6 1/2 vinning af 8 mögulegum. Illu heilli tapaði hann í lokaumferðinni fyrir úkraínskum alþjóðlegum meistara og lauk keppni í fimmta sæti. Eigi að síður; frammistaða Vignis samsvaraði árangri upp á 2.528 stig.