Á haustviðburði ÍMARK, samtaka íslensks markaðsfólks, í Arion banka í dag mun bandaríski markaðssérfræðingurinn Jared Schrieber leiða gesti í allan sannleikann um það hvernig best er að byggja upp vörumerki
Markaðsmál Dæmi um íslensk vörumerki sem þykja skara framúr og hafa hlotið tilnefningu sem vörumerki ársins.
Markaðsmál Dæmi um íslensk vörumerki sem þykja skara framúr og hafa hlotið tilnefningu sem vörumerki ársins. — Skjáskot/brandr.is

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Á haustviðburði ÍMARK, samtaka íslensks markaðsfólks, í Arion banka í dag mun bandaríski markaðssérfræðingurinn Jared Schrieber leiða gesti í allan sannleikann um það hvernig best er að byggja upp vörumerki.

Hann segir í samtali við Morgunblaðið að þar skipti mestu máli að hugsa til langs tíma.

„Ég vann í markaðsmálum í 15-20 ár. Ég byggði upp tvö framsækin fyrirtæki, Numerator og Retail Solutions, sem hafa umbreytt því hvernig vörumerki skilja viðskiptavini sína. Ég vann fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum í heimi, eins og Nestlé og Unilever. Á þessu tímabili varð til mikið af gögnum. Ég fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti nýtt þau til að átta mig á hvað verður til þess að sum vörumerki lifa af og

...