Kaldalón Okros mun spila í Hörpu.
Kaldalón Okros mun spila í Hörpu.

Georgísk-breski píanóleikarinn Luka Okros heimsækir Ísland og Hörpu enn á ný en á morgun, föstudaginn 20. september klukkan 19.30, heldur hann tónleika í Kaldalóni. Segir í tilkynningu að Okros, sem búsettur er í Lundúnum, sé „þekktur fyrir mikið músíkalítet og næman flutning. Á þessum tónleikum flytur hann spennandi efnisskrá sem sett er saman af stórbrotnum tónverkum, þar sem skáldskapurinn rís sem hæst.“ Á efnisskránni verða verk eftir Schumann, Beethoven, Rachmaninov og Liszt. Segir jafnframt að Luka Okros hafi unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir píanóleik sinn og komið fram á tónleikum í 46 löndum. Þá hafi hann á ferli sínum vakið athygli fyrir ákafa og styrk í tilfinningaþrungnum og næmum flutningi allra helstu verka píanó­bókmenntanna.