Öryggisógn Er um að ræða flugmóðurskipið Liaoning og tvo tundurspilla.
Öryggisógn Er um að ræða flugmóðurskipið Liaoning og tvo tundurspilla. — AFP/Varnarmálaráðuneyti Japans

Þrjú kínversk herskip, þ. á m. eitt flugmóðurskip, sigldu á milli tveggja japanskra eyja og voru þau einungis 24 sjómílur frá landsvæði Japans þegar næst var. Er þetta í fyrsta skipti sem kínverskt flugmóðurskip siglir svo nærri ströndum Japans, en með því í för voru tveir tundurspillar. Atvikið er litið alvarlegum augum og segja Japanir ferðir herskipanna óviðunandi með öllu.

„Þetta atvik er algjörlega óviðunandi þegar horft er til öryggis Japans og svæðisins í heild. Og við höfum þegar haft samband við stjórnvöld í Kína þar sem áhyggjum okkar var komið á framfæri,“ hefur fréttaveita AFP eftir talsmanni Japansstjórnar.

Varnarmálaráðuneyti Japans segir skipin hafa verið flugmóðurskipið Liaoning og tundurspilla af Luyang III-gerð. Eyjarnar japönsku eru í Austur-Kínahafi sem ríkin tvö hafa lengi deilt um yfirráð

...