13 M Caroline Murray var í stóru hlutverki hjá Þrótturum.
13 M Caroline Murray var í stóru hlutverki hjá Þrótturum. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Þróttarinn Caroline Murray var best af eldri leikmönnum Bestu deildar kvenna á keppnistímabilinu 2024, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins. Þar koma til greina leikmenn sem eru eldri en þrítugir, þ.e. þær konur sem fæddar eru 1993 og fyrr.

Caroline, sem er 31 árs og kemur frá Bandaríkjunum, var í lykilhlutverki hjá Þrótti en hún lék alla 23 leiki liðsins í Bestu deildinni og skoraði þrjú mörk. Hún fékk samtals 13 M í einkunnagjöf blaðsins.

Hún kom til Þróttar fyrir síðasta tímabil frá Næstved í Danmörku, þar sem hún hafði leikið í tvö ár. Caroline lék áður á Íslandi, með FH árið 2017. Hún hefur leikið í efstu deildum fjögurra Norðurlandaríkja en hún spilaði með AIK í tvö ár í sænsku úrvalsdeildinni áður en hún fór til Danmerkur, og þar á undan með sænsku B-deildarliðunum Västerås og Sunnanå. Atvinnuferilinn hóf Caroline með Sudet í Finnlandi árið 2016.

Valur á fjóra leikmenn í úrvalsliði eldri leikmanna sem er byggt á M-gjöfinni. Natasha Anasi lék aðeins

...