Listasafn Íslands fagnar 140 ára afmæli með yfirgripsmikilli sýningu og bók. „Við ákváðum að gefa út bók til að fagna þessum tímamótum. Í henni eru 140 verk úr safneigninni. Breiður hópur fólks valdi verkin og skrifar um þau, þar á meðal eru…

Listasafn Íslands fagnar 140 ára afmæli með yfirgripsmikilli sýningu og bók.

„Við ákváðum að gefa út bók til að fagna þessum tímamótum. Í henni eru 140 verk úr safneigninni. Breiður hópur fólks valdi verkin og skrifar um þau, þar á meðal eru fyrrverandi safnstjórar: Bera Nordal, Ólafur Kvaran, Halldór Björn Runólfsson, Harpa Þórsdóttir og svo fékk ég að velja tvö verk fyrir þau tvö ár sem ég hef verið hér,“ segir Ingibjörg Jóhannsdóttir safnstjóri.

„Þegar safnið varð 130 ára kom út eins konar systurbók þessarar sem nú er að koma út og þar er fjallað um önnur verk. Bókin spannar alla sögu safnsins. Elsta verkið í bókinni er falleg teikning, sem safnið eignaðist árið 1950 og er eftir ítalska listamanninn Giuilo Romano sem var uppi á árunum 1499-1546. Yngsta verkið í bókinni var keypt síðasta sumar og er

...