Um forsöguna hafði ég ekki mikið, hvorki úr bókinni né handritinu, þannig að ég þurfti í reynd að skapa mér bakgrunn mannsins að miklu leyti.
Þorsteinn Gunnarsson situr ekki auðum höndum í aðdraganda 84 ára afmælisins.
Þorsteinn Gunnarsson situr ekki auðum höndum í aðdraganda 84 ára afmælisins. — Morgunblaðið/Eggert

Þær geta verið skemmtilegar tilviljanirnar í þessu lífi. Þegar ég er á leið til fundar við Þorstein Gunnarsson á heimili hans í Vesturbænum til að ræða við hann um hlutverk hans í kvikmyndinni Missir kveiki ég á útvarpinu í bílnum. Og hvað haldið þið? Þar hljómar smellurinn Missing með enska poppdúettinum Everything but the Girl úr níunni. „And I miss you, like the deserts miss the rain,“ syngur söngkonan svo eftirminnilega.

Sú lína kallast augljóslega á við Missi, sem fjallar um 85 ára gamlan karlmann sem nýlega er orðinn ekkill. Á hverjum morgni vaknar hann og starir á duftkerið með jarðneskum leifum eiginkonu sinnar. Hann áræðir að lokum að hræra ösku konu sinnar í bolla með heitu vatni. Í sömu andrá og hann drekkur úr bollanum birtist hún honum og þau deila minningum úr lífi sínu saman.

„Myndin

...