Soupy er með áhugaverðustu persónum í sjónvarpi lengi. Það er óbreyttur Ian Campbell. Hann hefði jafnvel verið ennþá áhugaverðari hefði hann ekki skotið upp kollinum dauður. Of stór skammtur af heróíni á ónefndri gangstétt
Álag Mikið mæðir á löggunum á götum Belfast.
Álag Mikið mæðir á löggunum á götum Belfast. — BBC One

Orri Páll Ormarsson

Soupy er með áhugaverðustu persónum í sjónvarpi lengi. Það er óbreyttur Ian Campbell. Hann hefði jafnvel verið ennþá áhugaverðari hefði hann ekki skotið upp kollinum dauður. Of stór skammtur af heróíni á ónefndri gangstétt. Kemur fyrir bestu menn.

Við erum að tala um hina prýðilegu lögguþætti Bláu ljósin, sem RÚV sýnir um þessar mundir, og gerast á strætum og torgum Belfast. Soupy er bara enn ein sorgarsagan þar um slóðir. Hann hafði gegnt herþjónustu í Afganistan en gengið illa að koma undir sig fótunum eftir heimkomuna. Því fór sem fór. En þó Soupy dragi hvorki andann né taki til máls gegnir hann samt veigamiklu hlutverki í plottinu. „Hættu nú þessu þvaðri, mannfýla!“ segið þið nú, sem ekki eruð komin eins langt með þættina og ég, og frussið morgunkaffinu yfir eldhúsborðið. Og auðvitað hafið þið rétt fyrir ykkur. Við skulum sitja á okkar innri Höskuldi.

...