Hampfélagið hélt ráðstefnu í síðustu viku í Salnum í Kópavogi sem bar yfirskriftina Hampur fyrir framtíðina, þar sem lögð var áhersla á stöðu iðnaðar- og lyfjahampsræktunar hér á landi ásamt tækifærum til framtíðar
Hampur Sigurður Hólmar formaður Hampfélagsins segir félagið vilja draga úr fordómum gagnvart hampinum.
Hampur Sigurður Hólmar formaður Hampfélagsins segir félagið vilja draga úr fordómum gagnvart hampinum. — Morgunblaðið/Karítas

Baksvið

Arinbjörn Rögnvaldsson

arir@mbl.is

Hampfélagið hélt ráðstefnu í síðustu viku í Salnum í Kópavogi sem bar yfirskriftina Hampur fyrir framtíðina, þar sem lögð var áhersla á stöðu iðnaðar- og lyfjahampsræktunar hér á landi ásamt tækifærum til framtíðar.

Iðnaðar- og lyfjahampur er unninn úr sitthvorri kannabisplöntunni, en þær eru náskyldar.

Sigurður Hólmar Jóhannesson, formaður Hampfélagsins, segir að ýmsir hafi flutt erindi á ráðstefnunni um möguleika hamps bæði fyrir iðnað og í lækningaskyni.

„Á ráðstefnunni var fjallað um iðnaðarhampinn og allt það sem hægt er að gera úr honum. Til að mynda hvernig á að rækta hann og það sem hann hefur fram að færa bæði fyrir iðnað og heilsu fólks.

...