Víg Sinwars og upphafið á enda stríðsins

Ísraelsmenn fögnuðu því varfærnislega á fimmtudag þegar það spurðist út að Yahyha Sinwar höfuðpaur Hamas hefði verið felldur á Gasasvæðinu. Hann er talinn hafa verið sá sem skipulagði hryðjuverkin 7. október í fyrra og hefur til þessa verið álitinn ofstækisfyllsti leiðtogi Hamas en þá er langt til jafnað.

Víg hans kann mögulega og vonandi að marka tímamót. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels endurómaði Churchill um það þegar hann sagði vígið ekki vera endalok stríðsins gegn Hamas, en vonandi upphaf endaloka þess.

Ísraelsmenn þekktu vel hvern mann Sinwar hafði að geyma, en hann sat 22 ár í ísraelsku fangelsi eftir að hafa hlotið lífstíðardóm fyrir morð á 12 Palestínumönnum og tveimur ísraelskum hermönnum. Meðan á þeirri fangelsisdvöl stóð lærði hann hebresku og setti sig vel inn í ísraelskt þjóðlíf; kynntist óvininum. Þá

...