Ég leita eftir stuðningi sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi til að skipa 3. sætið.
Birgir Þórarinsson
Birgir Þórarinsson

Birgir Þórarinsson

Á morgun, sunnudag, verður kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins haldið á Selfossi. Á þinginu verður valið á framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Fram undan er snörp kosningabarátta.

Þingmál í þágu Suðurkjördæmis

Á Alþingi hef ég lagt fram frumvörp, þingsályktanir og fyrirspurnir sem snerta kjördæmið og vil greina hér frá í stuttu máli. Í Vestmannaeyjum vil ég nefna raforkumál, vatnsveitu og kostnað við húshitun auk þess að minnast þess sérstaklega að á árinu 2027 verða 400 ár liðin frá Tyrkjaráninu. Á sviði landbúnaðarmála hef ég lagt áherslu á aðgerðir til stuðnings landbúnaði, ættliðaskiptum og nýliðun, niðurfellingu erfðafjárskatts af bújörðum, áburðarforða, matvælaöryggi, nauðsyn varnaraðgerða þegar kemur að innflutningi á hráu kjöti og sölu lambakjöts til Mið-Austurlanda. Þá hefi

...