Línur eru óðum að skýrast hvað varðar efstu sætin á framboðslistum stjórnmálaflokkanna fyrir komandi alþingiskosningar.

Til þeirra tíðinda dró í gær að Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, gaf sig upp og er gengin til liðs við Framsóknarflokkinn. Tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins það á facebook-síðu sinni að hann myndi leggja til við kjörstjórn flokksins í Suðurkjördæmi að Halla Hrund leiddi lista flokksins í kjördæminu þar sem Sigurður Ingi vermdi efsta sætið í síðustu alþingiskosningum. Hann sjálfur myndi gefa kost á sér í 2. sætið. Áður hafði komið fram að allir þingmenn Framsóknar í Suðurkjördæmi myndu sækjast eftir sömu sætum á framboðslistanum og þeir vermdu í síðustu kosningum; Jóhann Friðrik Friðriksson vill 2. sætið og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir það 3., en ljóst er að breyting verður þar á, fallist kjörstjórn á

...