Aðeins sjö flokkar kæmust á Alþingi ef úrslit þingkosninga yrðu eins og niðurstöður skoðanakönnunar Prósents fyrir Morgunblaðið. Miðað við hana fengju Vinstri-grænir aðeins 2,3% og kollfallnir af þingi.

Hvorki Sósíalistar né Lýðræðisflokkurinn kæmu að manni, en bæði Píratar og Framsóknarflokkur eru komnir í botnbaráttuna með rétt rúmlega 6% fylgi hvor. Hjá hvorugum má mikið út af bregða svo illa fari.

Með þeim þremur flokkum, sem ekki kæmust á þing, féllu 7,4% atkvæða dauð og það hefur sín áhrif. Borgaralegu flokkarnir þrír, Miðflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn, væru þannig aðeins einum manni frá meirihluta á þingi, þótt samanlagt fylgishlutfall sé aðeins 44,8%.

Enginn kostur væri að mynda tveggja flokka stjórn, en ekki væri heldur unnt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn án Samfylkingar.