Dagarnir styttast og dimman dettur á og sveitarfélagið mitt stækkaði að flatarmáli við að sameinast Skagabyggð 1. ágúst sl. Þetta er víðfeðmt sveitarfélag því flatarmál þess er um 4.500 ferkílómetrar
Blönduós Brún gamla bæjarhlutans á Blönduósi lyftist með hverju ári. Þar hafa umsvif aukist og mannlífið með.
Blönduós Brún gamla bæjarhlutans á Blönduósi lyftist með hverju ári. Þar hafa umsvif aukist og mannlífið með. — Morgunblaðið/Jón Sigurðsson

Úr bæjarlífinu

Jón Sigurðsson

Blönduósi

Dagarnir styttast og dimman dettur á og sveitarfélagið mitt stækkaði að flatarmáli við að sameinast Skagabyggð 1. ágúst sl. Þetta er víðfeðmt sveitarfélag því flatarmál þess er um 4.500 ferkílómetrar. Íbúarnir eru 1.360 miðað við íbúatölur 1. janúar. Húnabyggð er á meðal stærstu sveitarfélaga landsins að flatarmáli og nær nú yfir alla Austur-Húnavatnssýslu að undanskildu sveitarfélaginu Skagaströnd, frá Skaga upp á miðhálendið þar sem hlutar bæði Langjökuls og Hofsjökuls eru innan marka sveitarfélagsins og Kjalvegur þar á milli. Blönduvirkjun er einnig í sveitarfélaginu með tilheyrandi miðlunarlónum.

Byggðaráð Húnabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að íþróttahús og félagsmiðstöð á Blönduósi verði nýtt í undankeppni söngkeppni Samfés

...