Sigur Dwayne Lautier-Ogunleye leikmaður Njarðvíkur í gærkvöldi. Lautier-Ogunleye skoraði 18 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar.
Sigur Dwayne Lautier-Ogunleye leikmaður Njarðvíkur í gærkvöldi. Lautier-Ogunleye skoraði 18 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. — Morgunblaðið/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvík hafði betur gegn Keflavík, 89:88, í mögnuðum Suðurnesjaslag í þriðju umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í íþróttahúsi Keflavíkur í gærkvöldi.

Njarðvík hefur þá unnið tvo af fyrstu leikjum sínum í deildinni á tímabilinu en Keflavík aðeins einn.

Keflvíkingar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik enda var staðan að honum loknum 52:42. Staðan var 76:65 að loknum þriðja leikhluta en í þeim fjórða og síðasta bitu Njarðvíkingar í skjaldarrendur og jöfnuðu metin í 78:78. Eftir æsispennandi lokamínútur höfðu gestirnir sigur með minnsta mun.

Dominykas Milka gerði gömlu félögum sínum skráveifu er hann var stigahæstur í leiknum með 25 stig auk þess að taka 19 fráköst fyrir Njarðvík. Wendell Green var stigahæstur hjá Keflavík með 21 stig.

...