Strandveiðibátar sem stunda umhverfisvænustu veiðar Íslendinga og fá hæsta verðið fyrir sinn fisk eru bundnir við bryggju 97% af árinu.
Guðlaugur Jónasson
Guðlaugur Jónasson

Guðlaugur Jónasson

Það er ansi dapurt að horfa yfir hafnir landsins og sjá alla þessa fallegu og umhverfisvænu smábáta bundna við bryggju.

Langflestir þessara báta stunda eingöngu strandveiðar. Stífar reglur um veiðarnar leiða til þess að menn ná að meðaltali aðeins 23 dögum á sjó á ári og að hámarki 14 tíma í senn.

Dagsafli strandveiðibáta á síðastliðnu sumri var að meðaltali 730 kíló. Ætla má að hver róður hafi staðið yfir í 10 klukkustundir. Reiknað til tíma á sjó út frá þessum tölum gefur það 230 klukkustundir eða samtals 10 sólarhringa.

Með öðrum orðum: Bátar sem stunda umhverfisvænustu veiðar Íslendinga og fá hæsta verðið fyrir sinn fisk eru í raun bundnir við bryggju 355 sólarhringa á ári eða 97% af árinu.

...