Sjö skáldkyrjur munu flytja ljóð sín, hver með sínum hætti, á Ljóðasunnudegi í Gunnarshúsi annað kvöld klukkan 16. Flytjendur eru þær Draumey Aradóttir, Gunnhildur Þórðardóttir, Helen Halldórsdóttir, Rut Ríkey Tryggvadóttir, Sigurbjörg…
Margrét Lóa Jónsdóttir
Margrét Lóa Jónsdóttir

Sjö skáldkyrjur munu flytja ljóð sín, hver með sínum hætti, á Ljóðasunnudegi í Gunnarshúsi annað kvöld klukkan 16. Flytjendur eru þær Draumey Aradóttir, Gunnhildur Þórðardóttir, Helen Halldórsdóttir, Rut Ríkey Tryggvadóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Þórunn Valdimarsdóttir og Margrét Lóa Jónsdóttir en hún hlaut á fimmtudaginn Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðahandritið Pólstjarnan fylgir okkur heim, sem bókaútgáfan Salka gefur út. Þá segir í tilkynningu að frítt sé inn á viðburðinn og allir séu velkomnir.