Samfélagið sem ég bý í einkennist af fólki sem vill framkvæma og lætur fátt standa í vegi fyrir því.
Ingveldur Anna Sigurðardóttir
Ingveldur Anna Sigurðardóttir

Ingveldur Anna Sigurðardóttir

Mitt erindi í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar er að ég tel að nú sé kominn tími á nýja tíma hjá flokknum. Ég áttaði mig á því þegar ég las fyrir próf í lögfræði að ýmsar reglur eru oftar en ekki að flækja líf fólks. Lög og reglur skulu vera fyrir fólkið og með hagsmuni þess í huga, ekki til að koma í veg fyrir verðmætasköpun og þróun.

Mikilvægt er að ríkið mæti fólki þar sem það er statt og t.a.m. er stafræn vegferð island.is mikilvæg. Fólk á að geta nálgast þjónustu ríkisins, þar sem það er statt, þegar það hentar. Verkefni eins og rafrænar þinglýsingar skiptir máli fyrir almenning, enda er þjóðhagslegur ávinningur af hverju rafrænu þinglýstu veðskuldabréfi yfir 7.000 kr. og rúmar 3.000 kr. fyrir hverja aflýsingu. Álíka verkefni á að setja í forgang, en slík verkefni eru

...