Það er stutt í kosningar hér á landi og margt bendir til þess, að ýmsir komi meira beygðir frá þeim slag en þeir vildu, og því er líklegt að óvenjumiklir eftirþankar fari af stað þegar forystumenn horfast í augu við niðurstöðuna.
Á Hólmaströnd við Óslóarfjörð.
Á Hólmaströnd við Óslóarfjörð. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Einhvern tíma var sungið til gamans um að margt gerðist hratt á gervihnattaöld. En við erum sennilega flest fyrir löngu búin að skjóta þeirri öld aftur fyrir okkur. Að minnsta kosti sáum við á skermunum nú nýlega að risaflaug var gert að leggja af stað í áttina til Mars, ef bréfritari man rétt, og þegar réttur tími og rétt skilyrði þóttu vera fyrir hendi, þá var geimfarið skilið frá flauginni og henni var ætlað að mæta í vinnuna á sandbreiðunum í Flórída á ný.

Áður fyrri brunnu slíkar flaugar upp til agna á leið sinni í átt til okkar elskulegu jarðar, en nú var hinni miklu flaug stýrt til baka og hún látin lenda á skotstaðnum og felld þar inn í rammgert stálvirkið, sem beið hennar eins og hvert annað hótelherbergi. Og loks var flauginni svo „bakkað“ niður í rétta skotstöðu aftur, eins og ekkert væri auðveldara, og gerð tilbúin í næsta skot, hvenær sem

...