Perluuppboð í Fold Verk eftir listakonuna Louisu Matthíasdóttur.
Perluuppboð í Fold Verk eftir listakonuna Louisu Matthíasdóttur.

Nú stendur yfir sýning í Fold uppboðshúsi á verkum sem boðin eru upp á perluuppboði sem lýkur á mánudaginn, 21. október. Segir í tilkynningu að boðin séu upp úrvalsverk og öll þjónusta við bjóðendur sé eins og þegar um uppboð í sal sé að ræða.

„Mörg verulega góð og áhugaverð verk verða boðin upp að þessu sinni. Vert er að nefna sérstaklega olíuverk eftir Jóhann Briem, „Maður á hesti“, og verkið „Án titils“, unnið í olíu, eftir Karl Kvaran. Þessi verk eru í hæsta gæðaflokki og fágæt á uppboðum.“ Segir jafnframt að af gömlu meisturunum eigi Kjarval flest verk á uppboðinu, hvert með sínu sniði. Þá verða verkin til sýnis á afgreiðslutíma gallerísins og fer uppboðið fram á vefnum en opið verður alla helgina, bæði í dag og á morgun.