Ásdís Björg Pétursdóttir hætti að vinna þegar hún varð sjötug í maí 2019, var kvödd með virktum eftir liðlega 37 ára starf og fór í þriggja vikna ferðalag. Nokkrum dögum eftir heimkomuna var hún beðin að koma aftur
Á skrifstofunni Ásdís Björg Pétursdóttir hefur selt ferðir í tæp 43 ár.
Á skrifstofunni Ásdís Björg Pétursdóttir hefur selt ferðir í tæp 43 ár. — Morgunblaðið/Karítas

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Ásdís Björg Pétursdóttir hætti að vinna þegar hún varð sjötug í maí 2019, var kvödd með virktum eftir liðlega 37 ára starf og fór í þriggja vikna ferðalag. Nokkrum dögum eftir heimkomuna var hún beðin að koma aftur. „Ég fékk hringingu og spurningin var: Ásdís mín, heldurðu að þú getir komið og hjálpað okkur?“ Nú, rúmlega fimm árum síðar, er hún enn á fullu í vinnunni, þótt lausráðin sé. „Það er eins og ég hafi aldrei hætt.“

Ferðaskrifstofan Úrval var stofnuð 1970 og Ásdís hóf störf hjá fyrirtækinu í Pósthússtræti 9 í Reykjavík í febrúar 1982. Síðar sameinuðust Úrval og

...