Bakú Kristín Li Hjartardóttir og Bjartur Blær Hjaltason voru á meðal þeirra sem urðu Evrópumeistarar með blönduðu liði Íslands í gær.
Bakú Kristín Li Hjartardóttir og Bjartur Blær Hjaltason voru á meðal þeirra sem urðu Evrópumeistarar með blönduðu liði Íslands í gær. — Skjáskot/FSÍ

Blandað ungmennalið Íslands í hópfimleikum gerði sér lítið fyrir og varð Evrópumeistari í Bakú í Aserbaídsjan í gær.

Íslenska liðið endaði með 51.600 stig, 200 stigum meira en Svíþjóð sem hafnaði í öðru sæti. Ísland fékk 18.050 stig fyrir gólfæfingar, 16.800 stig fyrir stökk og 16.750 stig fyrir trampólín.

Bretar höfnuðu í þriðja sæti með 50.800 stig, Danir í fjórða með 49.950 stig og Noregur í fimmta með 44.600 stig.

Kvennaliðið með brons

Ungmennalið kvenna hafnaði í þriðja sæti í gær. Ísland fékk alls 47.650 stig, 3.850 stigum minna en sigurlið Svíþjóðar. Danmörk endaði síðan í öðru sæti með 50.600 stig.

Íslenska liðið fékk 16.750 stig fyrir gólfæfingar, 16.300 stig

...