Lagið er einslags hetjupopp sem er búið að draga þrisvar sinnum í gegnum jólatréspakkningarvél. Undarlegt, skrámað en á sama tíma geislandi.
Nettar Salka Valsdóttir og Jóhanna Rakel skipa CYBER.
Nettar Salka Valsdóttir og Jóhanna Rakel skipa CYBER.

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Ég elska CYBER og hef alla tíð gert, allar götur síðan ég skrifaði lítið eitt um plötuna CRAP (2016), sveitin þá búin að vera starfandi síðan 2012. Ég lýsti CYBER sem græðlingi úr Reykjavíkurdætrum og plötunni (CYBER IS CRAP eins og hún hét í raun og sveitin reyndar líka) sem vel til fundnu jaðar-hipphoppi sem einkenndist af óræðum og tilraunakenndum stemmum. Næst var það HORROR (2017) og nú fór maður að sjá og fíla alla þessa frábæru framsetningu sem þau hafa stundað. Það er tónlist en þetta er gegnum­gangandi gjörningur líka. Í dómi um HORROR nefndi ég – á innsoginu – BDSM-klæðnað, bleika jogginggalla og Aktu-taktu-múnderingar og tónlistin var: „straumlínulagaðri og áhlýðilegri en ekki um of ... taktar letilegir og ­hljóðmotturnar drungalegar

...