Þorsteinn Þórður Víglundsson fæddist 19. október árið 1899 á Melum í Mjóafirði. Foreldrar hans voru Víglundur Þorgrímsson, f. 1877, d. 1945, og Jónína Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 1863, d. 1954. Þorsteinn varð búfræðingur frá Hvanneyri 1919, var við…

Þorsteinn Þórður Víglundsson fæddist 19. október árið 1899 á Melum í Mjóafirði. Foreldrar hans voru Víglundur Þorgrímsson, f. 1877, d. 1945, og Jónína Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 1863, d. 1954. Þorsteinn varð búfræðingur frá Hvanneyri 1919, var við nám í Noregi og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1927. Að loknu námi var Þorsteinn skólastjóri við unglingaskóla Vestmannaeyja og skólastjóri Gagnfræðaskólans þar 1930-1964.

Þorsteinn var einn af stofnendum Sparisjóðs Vestmannaeyja 1942 og gegndi starfi sparisjóðsstjóra 1942-1974. Eftir Þorstein liggja ýmis ritstörf, m.a. útgáfa á ársriti Vestmannaeyja, Bliki, sem hann gaf út og skrifaði nær einvörðungu sjálfur frá 1936 til 1981. Þá var hann höfundur og útgefandi að íslensk-norskri orðabók.

Þorsteinn var gerður að heiðursborgara

...