Jafnt Birgir Már Birgisson hjá FH reynir að skora fram hjá Magnúsi Gunnari Karlssyni sem varði 15 skot í marki Gróttu í jafntefli liðanna.
Jafnt Birgir Már Birgisson hjá FH reynir að skora fram hjá Magnúsi Gunnari Karlssyni sem varði 15 skot í marki Gróttu í jafntefli liðanna. — Morgunblaðið/Anton Brink

Grótta og FH skildu jöfn, 24:24, í æsispennandi leik í 7. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Grótta fór upp í 4. sæti þar sem liðið er með níu stig og FH er í 2. sæti með 11 stig.

Ágúst Ingi Óskarsson jafnaði metin fyrir Gróttu með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út.

Magnús Gunnar Karlsson átti stórleik í marki Gróttu en hann varði 15 skot og var með 39,5 prósent markvörslu. Markahæstur í leiknum var Jón Ómar Gíslason með sjö mörk fyrir Gróttu.

Hjá FH varði Daníel Freyr Andrésson 11 skot og var með rúmlega 31 prósent markvörslu.

Valur vann með minnsta mun

Fyrr um kvöldið vann Valur nýliða Fjölnis með minnsta mun, 35:34,

...