Andlegir rauðir hundar, eins og það var kallað, lögðust á eldspýtur 1934.
Andlegir rauðir hundar, eins og það var kallað, lögðust á eldspýtur 1934.

Eldfimt mál var til umræðu á Alþingi haustið 1934 – áform um ríkiseinokun á sölu á eldspýtum, að því er fram kom í Morgunblaðinu.

Alþýðuflokkurinn hafði á þessum tíma nýverið sest í fyrsta skipti í ríkisstjórn ásamt Framsóknarflokknum, sem veitti stjórninni forystu.

Ásgeir Ásgeirsson, óflokksbundinn þingmaður og síðar forseti Íslands, hafði framsögu fyrir hönd stjórnarliðsins og kvað það títt vera í ýmsum löndum, að eldspýtur væru einokaðar til tekjuöflunar fyrir ríkið.

Sjálfstæðismenn deildu mjög á Framsóknarmenn fyrir það, að þeir skyldu láta sósíalista leiða sig út á þessa einokunarbraut á öllum sviðum. Jakob Möller sagði m.a., að þessi stefna, sem væri einskonar andlegir rauðir hundar, sem gengi yfir heiminn, væri svo smitandi, að hún gersýkti alla, er einhver mök hefðu við sósíalista og væri

...